Snarpur skjálfti og eftirskjálftar í Bárðarbungu

Horft yfir Bárðarbungu úr lofti. Hún minnti á sig með …
Horft yfir Bárðarbungu úr lofti. Hún minnti á sig með skjálfta í dag. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti varð í Bárðarbungu upp úr klukkan 14 í dag. Skjálftinn hefur verið metinn 4,1 að stærð og átti upptök sín í miðri öskju eldstöðvarinnar.

Skjálfti upp á 2,5 reið þar yfir aðeins nokkrum sekúndum áður. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Í tilkynningu hennar er tekið fram að skjálftar af þessari stærðargráðu séu algengir í Bárðarbungu frá goslokum árið 2015.

Hraðara landris í Bárðarbungu

Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð á aðfangadag, 3,7 að stærð, og þann 24. október í fyrra en sá skjálfti mældist 5,0 að stærð.

Greint var frá því á mbl.is í desember að enn mæl­ist landris í eld­stöðinni, en hún hef­ur risið allt frá því eld­gosinu í Holu­hrauni lauk í fe­brú­ar árið 2015.

„Já, það er áfram landris. Það fór að hraða sér aðeins fyr­ir nokkr­um mánuðum. En mér finnst ólík­legt að við séum að sjá eitt­hvað annað en lang­tíma­merki þar,“ sagði Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, jarðeðlis­fræðing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert