Afhenda ekki flugfarþegalista

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíu erlend flugfélög afhenda stjórnvöldum ekki lista yfir þá farþega sem hingað koma með þeim, enda þótt lög mæli fyrir um að fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu sé skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur þungar áhyggjur af þessari stöðu mála, enda geti lögbundin greining farþegaupplýsinga ekki farið fram þegar svona háttar til.

Segir hann að hending ein ráði því hvort brotamenn séu stöðvaðir á landamærum þegar kerfisbundið landamæraeftirlit er ekki til staðar, eins og er á ytri landamærum Schengen þar sem allir farþegar þurfi að framvísa vegabréfum.

„Það sem er verra er að svona hefur ástandið verið mjög, mjög lengi án eðlilegra viðbragða af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir Úlfar í samtali við Morgunblaðið.

Stjórnvöld hafa eigi að síður heimild til að svipta þau flugfélög lendingarleyfi sem skirrast við að afhenda yfirvöldum farþegalistana.

Úlfar Lúðvíksson.
Úlfar Lúðvíksson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í landamæralögum er kveðið á um að fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu sé skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Brjóti þau gegn þeirri skyldu sinni að veita slíkar upplýsingar kveða lög á um refsiábyrgð þeirra, en skv. tollalögum er heimilt að leggja stjórnvaldssektir á flugfélögin.

Ekkert hefur þó verið aðhafst af hálfu stjórnvalda í þeim efnum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert