Sólin sýndi sig á sólardaginn

Sólin náði að teygja sig yfir fjöllin ef þannig má …
Sólin náði að teygja sig yfir fjöllin ef þannig má að orði komast.

Ísfirðingar kalla 25. janúar sólardaginn en um það leyti má búast við því að sólin sjáist eftir langa vetursetu handan fjalla. 

Sú hefð að drekka sólarkaffi og baka pönnukökur til að fagna komu sólar er meira en aldargömul fyrir vestan. Strangt til tekið var hefðin sú að sólardagurinn miðaðist við að senni­leg­ast væri að sól sleiki Sól­götu við Eyr­ar­tún 25. janúar ef veður leyfir. 

Eftir hádegi í dag skreið sólin yfir fjöllin og baðaði Eyrarhlíðina í Skutulsfirðinum. Íbúar á Ísafirði sáu því sólina í fyrsta skipti í meira en tvo mánuði á sjálfan sólardaginn. 

Við þetta má bæta að hið árlega Sólarkaffi í Reykjavík á vegum Ísfirðingafélagsins fer fram í Gamla Bíó annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert