Snjóflóð féll úr Súðavíkurhlíð

Allstórt snjóflóð féll úr Súðavíkurhlíð í kvöld og er búið …
Allstórt snjóflóð féll úr Súðavíkurhlíð í kvöld og er búið að loka fyrir umferð um veginn. mbl.is/Sigurður Bogi

Snjóflóð féll úr Súðavíkurhlíð á níunda tímanum í kvöld. Lokað hefur verið fyrir umferð um veginn og verður staðan endurmetin í fyrramálið. 

Hulda Rós Helgadóttir, sjóflóðasérfræðingur á vakt Veðurstofunnar, segir snjóflóðið hafa verið hátt í tveir metrar á hæð en kveðst ekki hafa upplýsingar um hversu breitt það er.

Þá segir hún Vegagerðina hafa tekið ákvörðun um að loka fyrir umferð um veginn, en staðan verði endurmetin í fyrramálið. 

Nærstaddir hafa fengið tilkynningu frá Vegagerðinni þess efnis að hættustigi hafi verið lýst yfir vegna snjóflóðsins.

Tilkynningin barst nærstöddum með smáskilaboðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert