3,3 stiga skjálfti við Djúpavatn

Djúpavatn við Vigdísarvallaveg. Vatnið er skammt vestan af Kleifarvatni.
Djúpavatn við Vigdísarvallaveg. Vatnið er skammt vestan af Kleifarvatni. mbl.is/Þorsteinn

Jarðskjálfti upp á 3,3 varð við Djúpavatn, 4,3 km norðnorðvestur af Krýsuvík, um fjögurleytið í nótt.

Alls hafa níu skjálftar orðið á svæðinu í nótt. Sá næststærsti mældist 2,6 að stærð.

Að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, urðu einnig jarðskjálftar á svæðinu í byrjun vikunnar, auk þess sem einn varð þar í byrjun ársins sem mældist tæplega 4 að stærð. 

Hún bendir á að þetta sé þekkt jarðskjálftasvæði og að ekkert bendi til þess að eitthvað fari að draga til tíðinda þar.

Rúmlega 20 smáskjálftar hafa orðið yfir kvikuganginum í nágrenni Grindavíkur, sem er svipað og á sama tíma í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert