Fleiri hús hefðu brunnið

Varnargarðarnir norðan Grindavíkur vörnuðu því að hraun rynni yfir hús …
Varnargarðarnir norðan Grindavíkur vörnuðu því að hraun rynni yfir hús í vesturhluta bæjarins þegar eldgos braust út 14. janúar. mbl.is/Árni Sæberg

Hraunhermanir sýna að hraun hefði að öllum líkindum flætt í ríkari mæli að byggð í Grindavíkurbæ ef ekki hefði verið fyrir varnargarða.

Ógerningur hefði verið að varna því að hraun færi yfir Grindavíkurveg og lagnir sem við hann eru. Þetta segir Hörn Hrafnsdóttir, vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Verkís. Hörn er á meðal þeirra verkfræðinga sem hönnuðu varnargarðana við Grindavík og Svartsengi.

Hermun gerð skömmu eftir að gaus 14. janúar, án varnargarða.
Hermun gerð skömmu eftir að gaus 14. janúar, án varnargarða. Kort/Verkís

Hefði ferðast meðfram veg­in­um

Ástæða þess að hraun hefði alltaf flætt yfir Grindavíkurveg er að landhalli er til vesturs frá upptökum eldgossins, alls staðar nema á tveimur stöðum.

„Hefði ekkert verið að gert, hefði vestari suðurtaumurinn ferðast meðfram Grindavíkurveginum inn í bæinn, auk þess að flæða til vesturs yfir sjálfan veginn á kafla,“ segir Hörn.

Segir hún staðsetningu garðanna einmitt valda til þess að stöðva myndun suðurtauma og verja bæinn á þann hátt. Garðarnir voru hannaðir ekki bara fyrir þetta gos heldur með stærri hraungos, víðs vegar á stóru landsvæði, í huga. Var því tekin ákvörðun um að hanna leiðigarð umhverfis Grindavík til að bægja hrauninu frá en ekki reyna að stöðva rennslið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert