Breyting orðið á eldgosinu

Dökkan reyk leggur nú frá eldgosinu.
Dökkan reyk leggur nú frá eldgosinu. Skjáskot

Breyting hefur orðið á eldgosinu sem braust út í morgun milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að líklegt sé að kvika sé að komast í snertingu við grunnvatn. Úr því verði lítilsháttar sprengivirkni þar sem hvítur gufumökkur blandast við dökkan öskumökk. 

Svo virðist sem askan nái ekki langt frá gossprungunni eins og staðan er núna. Mökkurinn berst í suðvestur.

Kort/mbl.is

Dregur úr virkni gossins

Dregið hefur krafti eldgossins segir enn fremur í tilkynningunni. Ný gýs aðallega á þremur stöðum á gossprungunni. 

Þetta er ekki ólíkt því sem sást í gosinu 18. desember, þegar virknin færðist á staka gíga nokkrum klukkustundum eftir að gos hófst. 

Einnig hefur dregið úr skjálftavirkni frá því í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert