Sprungan 3 km löng: 30 mínútna fyrirvari

Gosið, séð úr þyrlu Gæslunnar nú fyrir skömmu síðan.
Gosið, séð úr þyrlu Gæslunnar nú fyrir skömmu síðan. Ljósmynd/Björn Oddsson

Út frá fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er gosið á sömu slóðum og gaus 18. desember. Sprungan er um 3 km löng, liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Hraun rennur  mestmegnis til vesturs á þessu stigi. Hraunflæði virðist aðeins minna en í byrjun gossins 18. desember.

Þá ná gosstrókarnir um 50-80 metra hæð og gosmökkurinn stígur upp í um 3 km hæð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Klukkan 5:30 í morgun hófst áköf smáskjálftavirkni norðaustan við Sýlingarfell. Um 30 mínútum síðar hófst eldgos á sömu slóðum.

Fyrstu mínúturnar lengdist sprungan bæði til norðurs og suðurs.

Horft yfir sprunguna.
Horft yfir sprunguna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert