Víðir í veikindaleyfi

Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson. mbl.is/Óttar

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, er kominn í veikindaleyfi.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við mbl.is en Vísir greindi fyrst frá. 

Að sögn Hjördísar er óvíst hversu lengi Víðir verður frá en að almannavarnarteymið muni skipta verkefnum hans á milli sín í millitíðinni. 

Hún nefnir að mikið álag hafi verið á almannavörnum síðustu ár vegna heimsfaraldursins og jarðhræringa og lítill tími gefist til hvíldar á milli verkefna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert