Hafa lokið vegagerð yfir hraunið

Vinna við lagningu hjáveitulagnar við Njarðvíkuræð gekk vel.
Vinna við lagningu hjáveitulagnar við Njarðvíkuræð gekk vel. Ljósmynd/HS Orka

Vinna við lagningu hjáveitulagnar við Njarðvíkuræð gekk vel og örugglega fyrir sig í nótt. Vegagerð yfir hraunið er lokið og búið er að sjóða saman um helming stálröranna sem mynda lögnina.

Um 50 manns unnu að framkvæmdum í nótt og tekur nýtt fólk við keflinu í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HS Orku. Segir þar að vel hafi gengið að smíða allan tengibúnað og þegar sé byrjað að koma hluta hans fyrir við norðurenda hraunsins.

Óvenjulegur hraði er á framkvæmdinni.
Óvenjulegur hraði er á framkvæmdinni. Ljósmynd/HS Orka

Lögnin 500 metrar og 80 tonn

Segir einnig að allur rekstur í orkuverum HS Orku sé stöðugur.

„Við suðuna hefur verið komið upp stóru framleiðsluplani sem liggur eftir löngum vegi og raða suðuteymi sér upp eftir línunni. Sjóða þarf saman hátt í fimmta tug stálröra og vinna mörg suðuteymi að verkinu samtímis.

Lögnin verður um 500 metra löng og mun vega hátt í 80 tonn.

Lögnin verður um 500 metra löng og mun vega hátt …
Lögnin verður um 500 metra löng og mun vega hátt í 80 tonn. Ljósmynd/HS Orka

Óvenjulegur hraði

Aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar til suðu, hvasst en þó mun hlýrra en verið hefur að undanförnu.

Fram kemur að hraðinn á framkvæmdinni sé óvenjulegur og það sé einstakt að halda úti jafnmörgum ólíkum verkhópum við störf á sama tíma.

„Í þeim kringumstæðum er brýnt að fyllsta öryggis sé gætt um leið og kappkostað er að hleypa heitu vatni á Njarðvíkuræðina sem allra fyrst.“

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/HS Orka
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert