Sprengjusvæði fær grænt ljós SKS

Sprengjusveit LHG eyðir sprengiefni á afgirtu svæði. Bent er á …
Sprengjusveit LHG eyðir sprengiefni á afgirtu svæði. Bent er á í skýrslu LHG að eldur kviknar að jafnaði ekki við sprengjueyðingu Ljósmynd/Greinargerð Landhelgisgæslu og Verkís

Landhelgisgæslan (LHG) er með í undirbúningi að fá nýja afmarkaða aðstöðu til sprengjueyðingar á um tveggja hektara svæði sem er vestan öryggissvæðis Keflavíkurflugvallar fáist til þess tilskilin leyfi.

Á það að leysa af hólmi núverandi sprengjueyðingarsvæði við Stapafellsveg í Reykjanesbæ, sem er talið óhentugt, m.a. vegna legu þess innan vatnsverndarsvæðis Reykjanesbæjar.

Skipulagsstofnun (SKS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að starfsemin á nýja sprengjueyðingarsvæðinu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli framkvæmdin ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.

Leggur stofnunin þó áherslu á að fylgst verði með hvort mengunarefni frá svæðinu berist í grunnvatn þar sem helstu áhrifin geti orðið á grunnvatn og jarðveg með auknu álagi á vatnshlotið Rosmhvalanes 2.

Nánar í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert