Taka tillit til jarðhræringa

Jörðin Gunnarshólmi er hér á myndinnni til vinstri við Suðurlandsveg
Jörðin Gunnarshólmi er hér á myndinnni til vinstri við Suðurlandsveg Ljósmynd/Kópavogsbær

Hjördís Ýr Johnson, formaður skipulagsráðs Kópavogs, segir verða tekið tillit til jarðhræringa við mat á hugmyndum um uppbyggingu við Gunnarshólma.

Þá minnir hún á að í frumathugun á Gunnarshólmasvæðinu hafi verið horft til náttúruvár.

„Litið var meðal annars til skýrslu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands um jarðhræringar frá 2021 sem tekur m.a. til Gunnarshólma,“ segir Hjördís.

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka Þróunarfélag um uppbyggingu 5.000 íbúða á jörðinni Gunnarshólma. Verður hún tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Kópavogs á þriðjudag.

Jörðin Gunnarshólmi er norðan við Suðurlandsveg, skammt austan við Hólmsheiði og Rauðavatn. Svæðið er utan núverandi vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins en fram kemur á vef Kópavogsbæjar að farið verði í viðræður við nágrannasveitarfélögin um breytingu á þeim. Jafnframt er jörðin nærri vatnsverndarsvæði.

Kort/mbl.is

Varað við náttúrúvá

Rætt var við Árna Hjartarson jarðfræðing í Morgunblaðinu í fyrradag, en hann taldi rétt að hafa aukna eldvirkni í huga þegar áform um byggð við Elliðavatn og Rauðavatn, þar með talið austur af vatninu, væru metin. Árni hefur áður fjallað um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu, en þau mál hafa fengið aukið vægi eftir eldsumbrotin á Reykjanesskaga að undanförnu.

Nánar í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert