122 tonna jarðýta styrkir viðbragð

Jarðýtan nýtist í stórum jarðvegsframkvæmdum.
Jarðýtan nýtist í stórum jarðvegsframkvæmdum. Ljósmynd/Ístak

Verktakafyrirtækið Ístak flutti á föstudag til landsins 122 tonna jarðýtu sem mun meðal annars nýtast við gerð varnargarða.

„Hún mun strax nýtast við vinnu varnargarðanna,“ segir Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, í samtali við Morgunblaðið. „Hún er frábær viðbót við tækin sem eru þarna fyrir.“

mbl.is/Eyþór

Jarðýtan, sem er af gerðinni CAT D11, var sett saman á föstudag og laugardag og verður tekin í gagnið í dag. „Þessar ýtur eru búnar að standa sig með prýði, þessar stóru,“ segir Karl. Aðspurður segir hann aðra jarðýtu af sömu tegund vera í notkun við gerð varnargarðanna. „Nú eru stærstu og öflugustu græjur á landinu í varnargörðunum,“ segir Karl.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert