Ekki hægt að hrósa happi of snemma

Njarðvíkuræðin, sem flytur heitt vatn til íbúa á Reykjanesskaganum, rofnaði …
Njarðvíkuræðin, sem flytur heitt vatn til íbúa á Reykjanesskaganum, rofnaði í eldsumbrotunum í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir fregnir morgunsins, um að heitt vatn sé farið að streyma í tanka á Fitjum, góðar en að ekki megi hrósa happi of snemma.

„Við fögnum ekki fyrr en kerfið er farið að virka eins og það gerir á venjulegum degi,“ segir í hún í samtali við mbl.is. „Við þurfum að sjá þetta virka.“

Íbúar verði að sýna áfram þolinmæði

Hjördís segir góðu fréttirnar þær að síðast þegar vatn var sett á lögnina hafi ýmis merki komið fram um að eitthvað væri í ólagi. Slík merki hafi aftur á móti ekki komið fram núna.

Hún biður íbúa um að sýna áfram þolinmæði og seiglu. Ekki sé hægt að slaka á alveg strax og þarf áfram að fara sparlega með rafmagn.

Þá sé ekki öruggt að allir verði komnir með heitt vatn í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert