Leita í orlofshús vegna kuldans

Trausti segir að tvö hús hafi verið bókuð af fólki …
Trausti segir að tvö hús hafi verið bókuð af fólki sem var að flýja undan kulda á Suðurnesjum en önnur séu í venjulegri leigu til félagsfólks. mbl.is/Una

„Það er ekkert hús laust akkúrat núna,“ segir Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, spurður hvort margir hafi sóst eftir að fara í orlofshús vegna heitavatnsleysis á Suðurnesjum.

Trausti segir að tvö hús hafi verið bókuð af fólki sem var að flýja undan kulda á Suðurnesjum en önnur séu í venjulegri leigu til félagsfólks. Félagið hafi leyft Grindvíkingum að dvelja í orlofshúsunum þegar Grindavíkurbær var rýmdur á síðasta ári. Þeir sem þar voru hafi svo fundið sér annað húsnæði. „Við skoðum það núna strax á morgun hver staðan er og að bjóða upp á þetta aftur.“

Magnús S. Magnússon, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, segir orlofshús félagsins ekki vera í leigu til fólks vegna heitavatnsleysisins á Suðurnesjum. Félagsmenn sem hafi bókað orlofshúsin séu í þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert