Óvissustig vegna snjóflóðahættu

Mikil úrkoma hefur mælst á Seyðisfirði í nótt.
Mikil úrkoma hefur mælst á Seyðisfirði í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. 

Mikil úrkoma hefur mælst á Seyðisfirði í nótt, það snjóar í fjöll en bloti í snjónum í byggð.

Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að hvöss A-ANA átt hafi verið á fjöllum síðan í gærkvöldi. 

Það á að draga úr úrkomu þegar líður á daginn og vind að hægja um leið og hann snýr sér til norðlægari áttar.

Veðurstofan mun fylgjast jnáið með aðstæðum og þróun í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert