Íslensk skotvopn „gullhúðuð“

„Við erum með langströngustu vopna- og skotveiðilöggjöf í Evrópu,“ segir …
„Við erum með langströngustu vopna- og skotveiðilöggjöf í Evrópu,“ segir Áki Ármann. mbl.is/Styrmir Kári

Skotvopna- og veiðilöggjöfin á Íslandi er strangari en í nágrannalöndunum að sögn Áka Ármanns Jónssonar, formanns Skotvís [Skotveiðifélags Íslands]. Segist hann raunar ekki þekkja dæmi um jafn stranga löggjöf í Evrópu og sé útlit fyrir að hér hafi skotvopnalögin verið „gullhúðuð“, þ.e. gengið lengra en tilskipun ESB segir til um.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingu á vopnalögum þar sem ganga á enn lengra en í nágrannalöndunum.

Skotvís, Bogveiðifélag Íslands og Gunnlogi, félag byssusafnara, hafa unnið að samanburði á vopna- og veiðilöggjöf innan ESB, á Norðurlöndunum og í EFTA-ríkjunum gagnvart sambærilegri löggjöf á Íslandi. Norræn skotveiðisambönd aðstoðuðu við upplýsingaöflunina.

„Við tókum saman upplýsingar og sendum skjalið til Alþingis. Við bárum okkur saman við Norðurlöndin, Sviss og fleiri lönd. Við erum með langströngustu vopna- og skotveiðilöggjöf í Evrópu. Við ákváðum því að taka saman upplýsingar og sýna fram á þetta í ljósi þess að hérlendis er sífellt talað um að herða löggjöfina,“ segir Áki Ármann.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert