#12 Rekstur Landspítala, Víkingur Heiðar, RÚV, Trump og pípulagnir

Hvað eiga rekstr­ar­töl­ur Land­spít­al­ans, Vík­ing­ur Heiðar, Don­ald Trump, RÚV og Pípu­lagn­inga­sveit Al­manna­varna sam­eig­in­legt? Jú, allt þetta og meira var til umræðu í nýj­asta þætti Spurs­mála sem sýndur var í beinu streymi hér á mbl.is fyrr í dag.

Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala ræddi um stöðu spítalans í samtali við Stefán Einar Stefánsson í Spursmálum. Rætt var um stöðu spítalans í samanburði við tölur sem nýlega voru birtar úr nýju bráðabirgðauppgjöri og sýndu jákvæða afkomu.

Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan og er hún aðgengileg öllum.

Rekstur Landspítalans í brennidepli

Samkvæmt nýútkomnu bráðabirgðauppgjöri kemur fram að spítalinn var rekinn með 0,6% hagnaði á nýliðnu rekstrarári. Sé litið til þess, jafnt sem aukinnar afkastagetu spítalans, virðist svo vera sem samningur stofnunarinnar og Sjúkratrygginga Íslands um þjónustutengda fjármögnun sanni gildi sitt.

Í þættinum sat forstjóri fyrir svörum um nýútgefnar rekstrartölur stofnunarinnar samhliða þeirri stöðu sem ríkt hefur innan spítalans undanfarið. Ber spítalanum að halda sig innan ákveðins ramma fjárframlaga.

Lítur staðan helst að fjármagni, þjónustu og afköstum, aðbúnaði sjúklinga sem lengi hefur verið ábótavant, en ekki eru næg legurými á spítalanum samanborið við fjölda innlagna. Skapar sú staða mikið álag á starfsfólk í kjölfarið sem tíðrætt hefur verið.

Fjörug yfirferð á fréttum vikunnar

Fréttir vikunnar voru að sjálfsögðu á sínum stað. Að þessu sinni mættu þau Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og Sigmar Guðmundsson alþingismaður í settið til að fara yfir þær sem hæst báru og var allt látið flakka.

Runólfur Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Sigmar Guðmundsson eru gestir Stefáns …
Runólfur Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Sigmar Guðmundsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti af Spursmálum. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka