Interpol lýsir eftir íslenskum karlmanni

Pétur Jökull.
Pétur Jökull.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á tikynningu á vef Interpol þar sem lýst er eftir íslenskum karlmanni, Pétri Jökli Jónassyni, 45 ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar segir að eftirlýsingin sé birt að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er tilkomin vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kg af kókaíni frá Brasilíu til Íslands.

Pétur er 183 sentímetrar á hæð með græn augu. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að þau sem geta veitt upplýsingar um Pétur Jökul Jónasson, ferðir hans eða dvalarstað, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri i tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert