Nafn mannsins sem lést á Suðurlandsvegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, 29. janúar hét Einar Guðni Þorsteinsson. Hann var fæddur árið 1958 og var búsettur í Vík í Mýrdal. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Dráttarvél og jeppi rákust saman á veginum og var ökumaður dráttavélarinnar úrskurðaður látinn á vettvangi en fjórir voru fluttir með þyrlu á Landspítala í Fossvogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert