Báðir stungumennirnir palestínskir flóttamenn

Hjördís segir að báðir Palestínumennirnir hafi komið til landsins sem …
Hjördís segir að báðir Palestínumennirnir hafi komið til landsins sem hælisleitendur og fengið alþjóðlega vernd veitta á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Báðir stungumennirnir í hnífaárás sem gerð var í Fossvogi fyrir tveimur dögum voru palestínskir karlmenn með alþjóðlega vernd á Íslandi.  

Þetta staðfest­ir Hjör­dís Sig­ur­bjarts­dótt­ir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Árás­in átti sér stað um há­deg­is­bil á fimmtudag og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu voru báðir menn með hníf og náðu þeir báðir að leggja hvor til ann­ars. Báðir voru flutt­ir á slysa­deild en áverk­ar, sem eru m.a. í and­liti, eru sagðir minni­hátt­ar.

Hjördís segir að báðir Palestínumennirnir hafi komið til landsins sem hælisleitendur og fengið alþjóðlega vernd veitta á síðasta ári. 

Segir annar mannanna hafa fengið endurkomubann

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, vakti athygli á því í færslu á facebook að annar mannanna hefði þegar verið vísað úr landi en komið aftur þrátt fyrir endurkomubann. 

„Tæpu ári eftir komuna til landsins, í október 2022, komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að til að framfylgja brottvísun þyrftu lögreglumenn að fylgja manninum úr landi – til Grikklands. Í kjölfar mats á þeirri hættu sem stafaði af manninum var ákveðið að þrír lögreglumenn skyldu fylgja honum, en ekki tveir eins og vaninn er. Einnig var óskað eftir því að tekin yrði frá aftasta röðin í flugvélinni – og næsta röð fyrir framan hana ef hægt væri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert