Féll í sprungu í Heiðmörk

Björgunaraðgerðir standa yfir í Heiðmörk.
Björgunaraðgerðir standa yfir í Heiðmörk. mbl.is/Hari

Kona féll í sprungu við göngustíg að Búrfellsgjá í Heiðmörk nú fyrir stundu.

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og standa björgunaraðgerðir yfir, að því er Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir við mbl.is.

Tvær björgunarsveitir voru boðaðar úr Hafnarfirði og Garðabæ en svo virðist sem fallið hafi ekki verið hátt. 

Uppfært kl. 16.01: 

Konunni hefur nú verið bjargað og aðgerðum lokið, að því er Jón staðfestir við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert