Rændi konu á sjötugsaldri í Mjóddinni

Konan var í Mjódd að taka út pening þegar maðurinn …
Konan var í Mjódd að taka út pening þegar maðurinn rændi hana. Eggert Jóhannesson

Karlmaður á tvítugsaldri rændi konu á sjötugsaldri í Mjódd fyrr í dag. Konan var í Mjóddinni að taka út pening í hraðbanka þegar maðurinn hrifsaði veskið af henni og hljóp burt. 

Þóra Jónasdóttir stöðvarstjóri hjá lögreglunni staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu ógnaði maðurinn konunni ekki. Engin vopn voru notuð við ránið.

Hljóp sjálf á eftir veskinu

Konan fór sjálf á eftir manninum og fann veskið sitt. Hún slasaðist ekki, en er sjálfsagt skelkuð segir Þóra. 

Ekki er búið að finna þann grunaða. 

Glæpir sem þessir eru ekki algengir bætir Þóra við, en koma þó upp við og við. 

Málið er enn í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert