Fljúgandi hálka á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum og gangandi vegfarendum að fara varlega.
Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum og gangandi vegfarendum að fara varlega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fljúgandi hálka er á götum og gangstígum á höfuðborgarsvæðinu og hvetur lögreglan ökumenn og gangandi vegfarendur til að fara gætilega.

„Það er fljúgandi hálka en okkur hafa ekki borist neinar tilkynningar um slys af völdum hennar í kvöld,“ segir Lúðvík Kristinsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar, við mbl.is.

Lúðvík brýnir fyrir ökumönnum og gangandi vegfarendum að fara varlega enda megi búast við mikilli hálku í nótt og í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert