Frumvarp um útlendinga á leiðinni

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Hari

Stefnt var að því í gær að dómsmálaráðherra kynnti í dag lagafrumvarp um breytingar á útlendingalögum, en frumvarpið var samþykkt í ríkisstjórn sl. föstudag. Í gær var þó ekki ljóst hvort af því yrði þar sem Vinstri grænir eru sagðir vilja fresta kynningunni um einn dag frá því sem vilji dómsmálaráðherra er sagður standa til, þ.e. til morguns, miðvikudags.

Málið er viðkvæmt og umdeilt, svo sem m.a. má sjá af því að frumvarpsins var að engu getið í yfirliti um þau mál sem sögð voru á dagskrá ríkisstjórnarfundarins sl. föstudag, enda þótt það hafi verið rætt á fundinum og afgreitt úr ríkisstjórn.

Þingflokkar stjórnarflokkanna fjölluðu um málið á fundum sínum í gær og staðfesti Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið að málið hefði verið afgreitt úr þingflokki hennar á fundinum í gær. Hið sama mun einnig hafa verið gert í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Ekki náðist í Orra Pál Jóhannsson þingflokksformann VG í gær vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert