„Grafalvarlegt mál“ sem varðar þjóðaröryggi

Jón Svanberg Hjartarson.
Jón Svanberg Hjartarson. mbl.is/Árni Sæberg

Á vegum Neyðarlínunnar er nú rýnt hvað fór úrskeiðis þegar símasamband við 112 datt út í um eina klukkustund 9. febrúar sl.

Samband fór af þegar unnið var að uppfærslu á eldveggjum sem skýla tölvukerfum Neyðarlínunnar fyrir netárásum og slíku.

Neyðarlínan hafði verið upplýst um að nauðsynlega þyrfti að uppfæra veggina, því vart hafði orðið við öryggisgalla í sambærilegum búnaði. Alla jafna ganga uppfærslur fyrir sig án nokkurs rasks. Slíkt gerðist hins vegar nú og af hverju þarf að vera á hreinu.

Grafalvarlegt mál

„Að fólk nái ekki í neyðarsímanúmerið 112 og neyðarboðun fyrir landið detti út er grafalvarlegt mál sem lýtur beinlínis að þjóðaröryggi. Við setjum því kraft í athugun á málavöxtum og hvað þurfi svo þetta endurtaki sig ekki,“ segir Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar í samtali við Morgunblaðið. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert