Hálka og úrkoma næsta sólarhringinn

Það má reikna með hálku víðs vegar um land næsta …
Það má reikna með hálku víðs vegar um land næsta sólarhringinn. mbl.is/Árni Sæberg

Það má reikna með hálku víðs vegar um landið næsta sólarhringinn þar sem úrkoma verður í flestum landshlutum í formi rigningar, slyddu og snjókomu.

„Það er að nálgast lægð úr suðri og henni fylgir all hvass eða hvass vindur í nótt og úrkoma verður víða. Í grófum dráttum má búast við rigningu, slyddu og snjókomu á landinu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, við mbl.is.

Teitur segir að hitinn skríði eitthvað yfir núllið við suður- og austurströndina en þar sem hitinn sé að dansa í kringum frostmarkið megi búast við hálku.

„Miðja lægðarinnar verður yfir landinu á morgun og þá snýst vindurinn rangsælis í kringum lægðarmiðjuna. Þá verður áttin breytileg yfir landinu og úrkoma víða,“ segir Teitur.

Hann segir að spáð sé rólegu veðri á fimmtudaginn en þegar líða fer á kvöldið snúist til norðanáttar þar sem fari að snjóa á norðurhelmingi landsins en gert sé ráð fyrir skýjuðu veðri sunnan til.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert