Hraðinn lækki í Vesturbænum

Ægisíðan er ein af fjórum götum í Vesturbænum þar sem …
Ægisíðan er ein af fjórum götum í Vesturbænum þar sem til stendur að lækka hámarkshraðann. mbl.is/sisi

Reykjavíkurborg áformar að lækka hámarkshraða á fjórum götum í Vesturbænum úr 40 km/klst í 30 km/klst.

Göturnar sem um ræðir eru Einarsnes, Hofsvallagata, Ægisíða og Nesvegur. Ennfremur stendur til að hafa leyfilegan hámarkshraða á Litluhlíð 30 km/klst.

Það er samgöngustjóri Reykjavíkur sem leggur til að umhverfis- og skipulagsráð samþykki þessar breytingar. Íbúaráð í hverfunum fá tillögurnar til umsagnar. Það er eftir að koma í ljós hvort þeim hugnist að fara svona neðarlega með hámarkshraða á lykilgötum í Vesturbænum.

Samgöngustjórinn gerir einnig tillögu um að Gvendargeisli, frá Jónsgeisla að núverandi 30 km/klst svæði, hafi leyfilegan 40 km/klst hámarkshraða. Að Jónsgeisli, á 30 metra kafla næst Krosstorgi, hafi leyfilegan 40 km/klst hámarkshraða. Að Bugða milli Mánatorgs og Goðatorgs hafi leyfilegan 40 km/klst hámarkshraða. Loks að Grænistekkur, frá Stekkjarbakka að núverandi 30 km/klst svæði, hafi leyfilegan 40 km/klst hámarkshraða.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert