Innkalla bjór vegna sprengihættu

Um er að ræða 330 ml bjórdósir.
Um er að ræða 330 ml bjórdósir. Ljósmynd/ÁTVR

Brugghúsið Ölverk innkallar þorrabjórinn Sóða.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.

Hægt að fá endurgreitt

Um er að ræða bjóra í 330 ml áldósum. Ástæða innköllunarinnar er að bjórdósirnar geta sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Er ákvörðunin tekin í samráði við Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Þeir sem kunna að hafa keypt vöruna er boðið að skila henni í næstu Vínbúð (ÁTVR) til að fá endurgreitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka