Ofsaflæði bergkviku á einu kvöldi

„Það kemur í ljós að þessi atburður 10. nóvember er dálítið einstakur af því þetta er í fyrsta sinn sem við höfum góðar mælingar á jarðskorpuhreyfingum sem geta gefið okkur upplýsingar um hversu hratt kvikuflæðið er eða hversu mikið magn af bergkviku er á ferðinni í einu,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. 

„Og það kom í ljós að þetta var hálfgert ofsaflæði bergkviku,“ bætir hann við.  

Freysteinn ræðir um vísindagrein í Science sem varpar betra ljósi á kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember í Dagmálum í dag.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert