Þrír unnu 58 milljónir

Þrír fengu tæpar 58 milljónir í sinn hlut.
Þrír fengu tæpar 58 milljónir í sinn hlut.

Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér öðrum vinningi í úrdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hver þeirra tæplega 58 milljónir.

Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.

Sjö miðaeigendur skiptu með sér þriðja vinningi og fær hver þeirra tæpar 14 milljónir. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir á Spáni og einn í Póllandi.

Tveir Íslendingar fengu annan vinning í jókernum og fengu 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Lottó-appinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert