Gul viðvörun frá hádegi

Vindaspá um miðnætti í nótt.
Vindaspá um miðnætti í nótt. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun tekur gildi á hádegi á morgun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.

Viðvörunin stafar af hvassviðri úr norðaustan- og norðanátt sem mun ná 13 til 20 m/s. Með því mun fylgja talsverð snjókoma eða skafrenningur, mest á Ströndum. 

Ný lægð til norðurs á morgun

Samkvæmt spá Veðurstofu íslands mun lægð sigla til norðurs fyrir austan land á morgun og tekur stefnu síðan til vesturs. 

Lægðinni mun fylgja mikil úrkoma og líklega mun snjóa talsvert á norðurhluta landsins. 

Þá hvessir úr norðri og við það myndast talsvert kóf sem getur valdið samgönguerfiðleikum. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert