Hraunið fór hratt yfir í febrúar

Hraun rann yfir Grindavíkurveginn.
Hraun rann yfir Grindavíkurveginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hraunflæðið úr síðasta eldgosi á Reykjanesskaganum 7.-8. febrúar er næstmest að flatarmáli þegar eldgosin sex sem urðu á svæðinu frá árinu 2021 eru skoðuð. Uppstreymi kviku reyndist mun meira en virtist við fyrstu athugun.

Hraunið rann til vesturs en ekki í austur og þar er töluvert meiri halli í landinu niður á við. Myndaðist þá farvegur nokkuð fljótt og hraunið fór hratt yfir.

Ekki munar ýkja miklu á flatarmáli hraunsins í Fagradalsfjalli 2021 og febrúargosinu í Sundhnúkagígaröðinni á þessu ári en mikill munur er hins vegar á rúmmálinu.

Þetta má sjá í tölum sem komu út úr mælingum nokkrum dögum eftir gos á vegum Landmælinga, Náttúrfræðistofnunar, Jarðvísindastofnunar Háskólans og Veðurstofunnar

Í Morgunblaðinu í dag birtist kortið með röngum tölum. Voru það mistök blaðsins og er beðist velvirðingar á þeim. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert