Myndskeið: Aldrei séð neitt þessu líkt á Arnarstapa

Ferðamenn á Arnarstapa áttu fótum sínum fjör að launa síðdegis í gær þegar öldugangurinn var svo mikill að öldurnar gengu í gegnum gjárnar við Gataklett og upp á land. 

Tatjana Jastsuk, leiðsögumaður og eigandi Aurora Tours, kveðst aldrei hafa séð annan eins öldugang á Arnarstapa og það höfðu þeir Hector Castro, Luis Boyzo, Gustavol Aldrete, Carlos Mendoza og Alfredo Espinoza, mexíkanskir ferðamenn sem ferðuðust með Aurora Tours, ekki heldur áður orðið vitni að.

Rifu fimmmenningarnir upp símana og tóku meðfylgjandi myndskeið. Aðspurð segir Tatjana engan hafa slasast en fólki hafi verið brugðið, enda mátti litlu muna að illa hefði farið. 

Áttu fótum sínum fjör að launa

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hvernig alda gekk í gegnum gjá við Gataklett og skall svo niður á ferðamann sem stóð nærri klettabrúninni. Tatjana segir hvorki umræddan ferðamann né aðra hafa slasast.

Hér fyrir neðan er síðan myndbrot þar sem má sjá atburðinn í hægri hreyfingu. 

Einnig mikill öldugangur í Reynisfjöru 

Hópurinn lagði jafnframt leið sína í Reynisfjöru í gær þar sem öldugangurinn var ekki minni. Tatjana kveðst ekki heldur hafa séð svo mikinn öldugang þar og því veltir hún fyrir sér hvað það er sem veldur. 

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem hópurinn tók á ferð sinni í Reynisfjöru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert