Reiknar með því að SA komi með eitthvað að borðinu

Breiðfylkingin og Samtök atvinnulífsins funda aftur í dag eftir að …
Breiðfylkingin og Samtök atvinnulífsins funda aftur í dag eftir að viðræðum var slitið 9. febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðfylk­ing stétt­ar­fé­laga inn­an Alþýðusam­bands­ins og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins gengu til viðræðna á ný í morgun hjá ríkissáttasemjara. Kröfur breiðfylkingarinnar eru að mestu óbreyttar segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Viðræðum var slitið föstu­dag­inn 9. fe­brú­ar fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um. Breiðfylk­ing stétt­ar­fé­lag­ana sleit viðræðunum og sögðu ásteyt­ing­ar­steinn­inn vera for­sendu­ákvæði um þróun verðbólgu og vaxta.

Ástráður Haraldsson rík­is­sátta­semj­ari segir framhaldið ráðast af því hvernig gengur að komast af stað. Ekkert hefur breyst í deilunni síðan viðræðum var slitið en aðilarnir hafa verið í samskiptum bætir hann við. 

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, ræðir við Eyjólf Árna Rafnsson, …
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, ræðir við Eyjólf Árna Rafnsson, formann SA, fyrir fundinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef við erum heppin og allt gengur vel þá sé ég fyrir mér að við höldum áfram.“

Mátulega bjartsýnn

Ragn­ar Þór segist ekkert vita við hverju hann eigi að búast þegar spurður út í fund dagsins. 

„Okkar kröfur eru að mestu óbreyttar. Það er verið að boða til fundar þannig maður reiknar með því að Samtök atvinnulífsins komi með eitthvað að borðinu. Hvað það verður kemur svo í ljós.“

Ragnar Þór segir fund dagsins ráðast alfarið af því hverjar hugmyndir Samtaka atvinnulífsins eru. Sáttasemjari hefur lýst því yfir áður að hann muni ekki voða til fundar nema það sé eitthvað nýtt á borðinu bætir Ragnar við. 

Ragnar Þór var hæfilega bjartsýnn er hann mætti á skrifstofu …
Ragnar Þór var hæfilega bjartsýnn er hann mætti á skrifstofu ríkissáttasemjara í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Held að þetta ráðist af því hversu mikið þau eru að nálgast okkur. Ef það er umtalsvert og það er einhver grundvöllur til þess að ræða saman á þeim grunni reikna ég með því að það verði gerð alvarleg atlaga að þessu. 

Ætlar að sjá hvað dagurinn ber í skauti sér

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, vonast eftir löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 

Sólveig Anna formaður Eflingar.
Sólveig Anna formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og áður kemur fram var viðræðum slitið vegna ósættis um forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. Aðspurð um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á forsendum segist hún ætla að sjá hvaða tækifæri dagurinn beri með sér.

Þá segir hún breiðfylkinguna vera komna á fundinn með ríkulegan samningsvilja. 

„En við vonum auðvitað að Samtök atvinnulífsins komi til móts við okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert