Áreitti konur í kirkju

Lögreglan á höfðuborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta síðasta …
Lögreglan á höfðuborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta síðasta sólarhringinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það rataði ýmislegt á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt dagbók embættisins. Á lögreglustöð 1 barst tilkynning um einstakling að áreita konur í kirkju í miðbænum.

Þá var einn handtekinn fyrir notkun á stolnum greiðslukortum og þjófnaður átti sér stað úr skóla í miðbænum.

Lögreglustöð 2 barst tilkynning um einstakling sem var að ógna starfsfólki og gangandi vegfarendum og var viðkomandi handtekinn.

Lögreglustöð 3 barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Kópavogi. Þá hlaut hjólreiðamaður ákverka í andliti eftir reiðhjólaslys í hverfi 104.

Lögreglustöð 4 fékk tilkynningu um mann sem datt utandyra og hlaut hann áverka á höfði. Þá var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert