Bílar fastir: „Ekkert ferðaveður“

Ekkert ferðaveður er á Norðurlandi vestra. Mynd úr safni.
Ekkert ferðaveður er á Norðurlandi vestra. Mynd úr safni. mbl.is

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að ekkert ferðaveður sé á svæðinu vegna veðurs.

Að því er fram kemur í tilkynningunni eru víða umferðateppur á þjóðvegi 1 vegna bíla sem eru fastir og ítrekar lögreglan að enginn eigi að vera á ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert