Leggja til breytingar á Grindavíkurfrumvarpi

Efnahags- og viðskiptanefnd leggur tl breytingar.
Efnahags- og viðskiptanefnd leggur tl breytingar. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur lagt fram breytingatillögu við frumvarp fjármálaráðherra til laga um kaup á húsnæði í Grindavík.

Þar ber helst að nefna að lagt er til að íbúar hafi til áramóta í stað 1. júlí til þess að ákveða hvort þeir selji eignir sínar til ríkisins.

Eins er lagt til að forkaupsréttur forkaupsréttur íbúa að húsum sínum í Grindavík lengist úr tveimur árum í þrjú.

Kostnaður umfram 26 milljarða

Þá kemur fram í áliti meirihluta fjárlaganefndar að kostnaður ríkisins verði umfram þá 26 milljarða króna sem í fyrstu var áætlaður. Það skýrist af því að nokkur fjöldi Grindvíkinga hefur óskað eftir endurmati á brunabótamati. Eins og fram hefur komið getur fólk fengið 95% af brunabótamati fyrir eignir sínar. Húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur unnið í því að endurmeta eignir í bænum að ósk íbúa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka