#13 Fokdýr hönnunarbrú og Inga Sæland í forsetann?

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar sat fyrir svörum um samgöngumál höfuðborgarsvæðisins í nýjasta þætti Spursmála. Þátturinn var sýndur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.

Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan og er hún aðgengileg öllum.

Fokdýr hönnunarbrú

Samgöngumál um allt land voru rædd af kappi en framkvæmdaráætlun Fossvogsbrúar var í forgrunni þar sem knúið var á um svör við krefjandi spurningum um umfram kostnaðaráætlun og tillögu að hönnun brúarinnar.

Fyrirhuguð brú yfir Fossvog jafnt og önnur samgöngumannvirki sem til stendur að reisa á höfuðborgarsvæðinu í náinni framtíð hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hlotið mikla gagnrýni.

Forstjóra Vegagerðarinnar var gert að svara fyrir gagnrýnina í samræmi við hlutverk og skuldbindingu Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Núverandi áætlun við landmótun og yfirborðsfrágang á Fossvogsbrú nemur töluvert hærri kostnaði en kynntur var í upphafi. Þá hefur hönnunartillagan Alda, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni á vegum Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, vakið upp ýmsar spurningar varðandi forgangsröðun og kostnað við framkvæmdirnar.

Frábærir viðmælendur í fréttum vikunnar

Yfirferð á helstu fréttum vikunnar var einnig á sínum stað. Þau Bragi Valdimar Skúlason, orðasnillingur, dagskrárgerðarmaður og textasmiður með meiru mætti í settið ásamt þingkonunni Ingu Sæland til að fara yfir þær fréttir sem voru í eldlínunni í líðandi viku.

Þar kom margt áhugavert upp úr dúrnum.

Fylgstu með upplýsandi og spennandi samfélagsumræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga kl. 14.

Bergþóra Þorkelsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Inga Sæland voru gestir …
Bergþóra Þorkelsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Inga Sæland voru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert