Frumvarp um uppkaup íbúðarhúsnæðis samþykkt

Málin voru samþykkt laust eftir miðnætti.
Málin voru samþykkt laust eftir miðnætti. mbl.is/Eyþór

Frum­varp um tíma­bund­inn rekstr­arstuðning vegna nátt­úru­ham­fara í Grinda­vík­ur­bæ og frum­varp um kaup á íbúðar­hús­næði í Grinda­vík voru í kvöld samþykkt á Alþingi.

Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með málunum.

Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu um uppkaup á íbúðarhúsnæði. Verður Grindvíkingum til að mynda gefinn frestur til áramóta til að ákveða hvort þeir vilji selja eign sína. 

Samþykkt eftir miðnætti

Dagskrá þingsins dróst á langinn og voru frumvörpin ekki samþykkt fyrr en níu mínútum eftir miðnætti. 

Þurfti að fresta umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra, um breytingar á útlendingalögum, sem var á dagskrá þingsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert