Tengja lögnina vonandi á morgun

Fjórar beltagröfur með lögnina á lofti.
Fjórar beltagröfur með lögnina á lofti. Ljósmynd/Aðsend

Unnið er hörðum höndum að því að leggja varahjáveitulögn frá Svartsengi að Grindavík, yfir hraunið sem rann 14. janúar. Áætlað er að lögnin verði tengd á morgun en það mun taka nokkra daga að hleypa heitu vatni á fullum þrýstingi í gegnum lögnina.

Þetta segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu, í samtali við Morgunblaðið.

Ljósmynd/Aðsend

Hjáveitulögnin fór að hluta til undir hraun og lekur um 30 lítrum á sekúndu af þeim 75 lítrum sem hleypt er inn á hana. Því lekur of mikið af vatni til að halda nægum þrýstingi. Nú er tengd ný lögn við báða enda hjáveitulagnarinnar, sitt hvorum megin við hraunið. Alls eru þetta um 300 metrar af lögnum sem fara yfir hraunið.

„Það er verið að trilla efni á staðinn, smíða tengistykki og móta þetta allt saman. Planið er að koma þessu saman á laugardaginn,“ segir Jón.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert