Eldur í húsi í Norðfirði

Eldur kviknaði í húsi í Norðfirði í morgun.
Eldur kviknaði í húsi í Norðfirði í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Norðfirði rétt fyrir klukkan sex í morgun. Húsráðandi komst sjálfur út úr húsinu og engan sakaði.

Þetta staðfestir Júlíus Albert Albertsson, slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð, í samtali við mbl.is.

Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum en verið er að slökkva í eldhreiðrum á ýmsum stöðum.

Júlíus segir miklar skemmdir vera á húsinu, en ekki sé vitað hvers vegna eldurinn kviknaði.

„Það er í raun enginn eldur eins og er en við erum ennþá að leita að hreiðrum sem geta blossað upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert