Gera lokatilraun til að halda skólanum gangandi

Raufarhöfn. Mynd úr safni.
Raufarhöfn. Mynd úr safni. mbl.is

Grunnskólabörn á Raufarhöfn gætu þurft að ferðast langa vegalengd til að komast í skóla næsta haust.

Ríkisútvarpið greinir frá því að sveitarstjórn Norðurþings ætli að gera eina tilraun til þess að ráða fagmenntað starfsfólk í Grunnskóla Raufarhafnar fyrir upphaf næsta skólaárs.

Ef það tekst ekki verður grunnskólanum lokað og börnin keyrð í Öxarfjarðarskóla. Um 55 kílómetrar eru þar á milli.

Ellefu nemendur eru nú skráðir í skólann og hefur gengið illa að ráða fagmenntað starfsfólk og stjórnendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert