Lögmenn gagnrýna Skattinn harðlega

Vinnubrögðin beri ekki merki um lögmæta, gagnsæja og vandaða stjórnsýslu.
Vinnubrögðin beri ekki merki um lögmæta, gagnsæja og vandaða stjórnsýslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Níu lögmenn frá átta lögfræðistofum rita sameiginlega grein í Morgunblaðinu í dag þar sem starfshættir Skattsins eru harðlega gagnrýndir.

Vinnubrögðin beri ekki merki um lögmæta, gagnsæja og vandaða stjórnsýslu.

Er fjármálaráðherra hvattur til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að endurvekja traust til Skattsins, sem ráðherra beri ábyrgð á. Leita þurfi leiða til að auka fyrirsjáanleika í íslensku skattumhverfi.

„Í stuttu máli eru ákvarðanir Skattsins oftar ófyrirsjáanlegar, tilviljanakenndar og horfið er frá áratugalangri skattframkvæmd, án þess að skattalög hafi tekið nokkrum breytingum.

Þannig hefur Skatturinn tekið upp á sitt einsdæmi að breyta skattframkvæmd án sýnilegrar ástæðu og án aðkomu löggjafans, með tilheyrandi óvissu fyrir fólk og fyrirtæki.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert