„Við erum að hlusta“

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson.
Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson. Ljósmynd/Eyþór Árnason

„Við erum að hlusta,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, inntur eftir því hvort hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands.

Baldur hefur verið orðaður við framboð, ásamt eiginmanni sínum Felix Bergssyni.

„Þetta hefur verið orðað við okkur Felix,“ segir Baldur í samtali við mbl.is.

„Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert