Brunagaddur á nokkrum stöðum

Hitaspá klukkan 10 í dag.
Hitaspá klukkan 10 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Það var brunagaddur á nokkrum stöðum á landinu í nótt og mælar hafa sýnt yfir 20 stiga frost.

Mesti kuldi á landinu mældist við Veiðivatnahraun en þar fór frostið niður í -20,6 gráður og við Upptyppinga fór frostið niður í -18,2 gráður.

Á láglendi mældist mesta frostið á Sandskeiði en sýndi mælir Veðurstofunnar -17,7 gráður. Á Torfum mældist -16,5 gráður og í Húsafelli -15,3 gráður.

Hlýjast var við Steina en þar fór hitinn í 3,3 gráður og í Hvammi fór hitinn í 2,5 gráður.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert