Ekki víst að hægt sé að verja Reykjanesbraut

Vegagerðin skoðar möguleika þess að nýta aðra hluta vegakerfisins á Reykjanesi til að halda Keflavíkurflugvelli opnum, komi til þess að ekki verði hægt að verja Reykjanesbrautina fyrir hraunflæði. Þetta segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar í viðtali í Spursmálum.

Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í jarðhræringum fyrr á þessu ári.
Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg í jarðhræringum fyrr á þessu ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það hefur stór og mikill vegur farið undir hraun og reyndar fleiri en einn. Reykjanesbrautin er einnig undir að því er virðist ef þessar jarðhræringar færast mikið til. Hvað er Vegagerðin að gera í þessum málum?

„Vegagerðin situr yfir því og er að fá bestu aðila til þess að herma fyrir sig allt mögulegt til þess að reyna að átta sig á því í hvaða sviðsmynd það myndi koma upp. Þá er það spurning hvort það eigi að verja brautina eða á ekki að verja hana. Nú eru menn aðeins farnir að horfa öðruvísi á það eftir að okkur tókst að smella veg yfir hraunið á Grindavíkurvegi.“

Verkefnið að tryggja samgöngur

- Er einhver möguleiki á því að verja Reykjanesbrautina ekki?

„Ég held að það sé bara allt undir í því hvað við getum gert til að tryggja samgöngur. Í raun snýst þetta ekki um það hvort við verjum tiltekin mannvirki eða innviði. Við erum að verja það að það séu samgöngur.“

Ekk víst að hægt sé að verja Reykjanesbrautina

- Flugvöllurinn í Keflavík þarf er það ekki Reykjanesbrautina?

„Já ég er að segja það. Við þurfum líka að horfa á annað vegakerfi á Reykjanesi með tilliti til hvað ef. Það getur komið upp sú staða að við getum það ekki. Að við ráðum ekki við móður náttúru og þá þurfum við að koma fólki aðra leið.“

Viðtalið við Bergþóru er hægt að sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert