Ekki vitað um gerendur

Atvikið átti sér stað í Laugardalslaug.
Atvikið átti sér stað í Laugardalslaug. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í Laugardalslauginni í gærkvöld en þar veittust einstaklingar að manni að því virtist með hníf.

„Það kom tilkynning til okkar um pilta sem hafi ógnað dreng með vopni sem talið er að hafi verið hnífur. Gerendur voru farnir af staðnum þegar lögregla kom og eins og er þá er ekki vitað hverjir þeir eru en tilkynningin barst hálftíma eftir að atvikið átti sér stað,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn við mbl.is.

Þóra segir að engar kærur liggi fyrir í málinu en það sé til rannsóknar hjá lögreglu. Hnífnum var ekki beitt og enginn slasaðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert