„Veit ekki hvað henni gengur til“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki hafi náðst samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en Samtök Atvinnulífsins hafi sett VR afarkosti hvað þau varða. 

Þetta segir Ragnar Þór í færslu á Facebook-síðu sinni en VR ákvað fyrir helgina að slíta sig frá breiðfylkingunni í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins.

„Á einhvern óskiljanlegan og ófyrirleitin hátt hefur framkvæmdastjóri SA ákveðið að stíga fram og fullyrt að munað hafi 0,2% á verðbólguviðmiði í okkar kröfu og þeirri sem þau settu fram. Ég veit ekki hvað henni gengur til annað en að afvegaleiða umræðuna og láta í veðri vaka að við hefðum gengið frá borði fyrir svo lítinn mun. Svona vísvitandi rangfærslur setur hana niður og sýnir hana í ögn réttara ljósi. Hvað hún er tilbúin að leggjast lágt til að koma höggi á mótaðilann,“ skrifar Ragnar Þór í færslu sinni á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert