Gul viðvörun á morgun

Vindaspá klukkan 8 í fyrramálið.
Vindaspá klukkan 8 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun verður í gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun vegna vestan storms.

Klukkan 5 í fyrramálið tekur í gildi viðvörun á Suðausturlandi þar sem búast má við vestan átt 18-23 m/s, með hviðum yfir 35 m/s, hvassast verður við Öræfajökul.

Á vef Veðurstofunnar segir að aðstæður geta verið hættulegar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Viðvörunin gengur úr gildi klukkan 18. 

Klukkan 6 í fyrramálið tekur í gildi viðvörun á Austfjörðum en þar má búast við vestan og norðvestan átt 15-23 m/s og slyddu, en snjókoma verður til fjalla.

Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Viðvörunin gengur úr gildi klukkan 13. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert